Ábyrgar loftslagsaðgerðirí íslenskri náttúru
Tryggjum raunveruleg áhrif í loftslagsmálum með fagmennsku, gegnsæi og sjálfbærni að leiðarljósi
Leiðin að kolefnishlutleysi
Við tökum þátt í vegferð þinni í átt að kolefnishlutleysi
- Gróðursett tré
- 2.464.286
- Hektarar
- 986
- Áætluð binding tCO2e
- 443.700
Fréttir og fróðleikur
Mikilvægi vottunar
Vottuð loftlagsverkefni eru lykilþáttur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Gerðar eru kröfur um reglulegar mælingar, gegnsæi, samráð og vönduð vinnubrögð á öllum stigum verkefnis. Vottun staðfestir síðan að verkefni hefur staðist allar þær kröfur sem gerðar eru. Þannig verður til vottuð kolefniseining sem er raunveruleg, mælanleg, varanleg og skráð í miðlægan gagnagrunn fyrir gegnsæi og sýnileika raunávinnings.
Skipulag verkefna
YGG vinnur að loftslagsverkefnum í samstarfi við landeigendur. Gerður er leigusamningur um tilgreint svæði til allt að 50 ára og fer lengd samnings eftir því hvers eðlis loftslagsaðgerðin er. Sótt er um framkvæmdaleyfi og síðan hefst undirbúningur og framkvæmdir sem taka yfirleitt 1-2 ár.
Þegar framkvæmdum er lokið eru svæðin vöktuð og mæld á 5-10 ára fresti út verkefnatímann og ávinningur vottaður á sama tíma af óháðum aðila. Vottaðar kolefniseiningar verða þá til í takt við sannreynda kolefnisbindingu og er þeim skipt á milli YGG og landeigenda í hlutfalli við framlag til verkefnisins.
Samstarfsaðilar