—— 07.06.2023
Samráð og samtal við hagsmunaaðila er mikilvægur þáttur þegar kemur að vottuðum loftslagsverkefnum. Hér á heimasíðu YGG, undir hverju verkefni, er hægt að nálgast skjöl verkefna og senda inn til okkar ábendingar og athugasemdir. Skjölum mun fjölga eftir því sem verkefni vindur fram en núna er hægt að skoða ræktunaráætlanir allra verkefna. Við hvetjum fólk til að skoða verkefnin og eiga samtalið við okkur ef ykkur finnst eitthvað óljóst eða ef eitthvað má betur fara.