—— 11.08.2023
Um helgina mun klárast að gróðursetja í fyrsta verkefni sumarsins en það verður á Davíðsstöðum í Múlaþingi. Þar hafa farið niður tæplega 300.000 plöntur, fura, lerki, ösp og aðeins af greni. Á Davíðsstöðum verður því fjölbreyttur skógur sem styður við líffjölbreytni og verður án efa mjög skemmtilegt útivistarsvæði með votlendi og klöppum inn á milli trjánna. Tveir af framtíðareigendum Davíðsstaða tóku út verkið og leist vel á.