—— 24.08.2023
Í gær, miðvikudaginn 23. ágúst, stóð Lagastofnun Háskóla Íslands fyrir málþingi um kolefnismarkaði í samvinnu við Sjálfbærnistofnun háskólans. Valkvæði kolefnismarkaðurinn hefur vaxið ört á síðustu misserum og eru mikil tækifæri þar til að stýra fjármagni inn í þennan geira svo hægt sé að vinna gegn loftslagsbreytingum af enn meiri krafti. Á málþinginu var rætt um alþjóðlega kolefnismarkaði, þróun valkvæða kolefnismarkaðarins og aðkomu ríkisins að viðskiptum með kolefniseiningar. Auk þess var rýnt í valkvæða kolefnismarkaðinn frá sjónarhóli atvinnulífsins. Ýmsir sérfræðingar héldu erindi og tók Björgvin Pétur Stefánsson, framkvæmdastjóri YGG þátt í pallborði.
Íslenska ríkið setti fyrr á árinu á laggirnar starfshóp sem er falið það hlutverk að kortleggja stöðu og tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar hér á landi, sem og horfa til ávinnings af verkefnum sem framleitt geta slíkar einingar. Niðurstöður starfshóps munu verða birtar á næsta ári og verður sú vinna mikilvægt verkfæri í stefnumótun um þróun valkvæða markaðarins.
Hér er hægt að horfa af upptöku af málþinginu.