ID: FCC
Á Davíðsstöðum voru gróðursettar um 280 þúsund plöntur sumarið 2023, lerki, greni, fura og ösp. Svæðið einkenndist að mestum hluta af mosaþembu og rýrum lyngmóa. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á International Carbon Registry.
Í tengslum við hvert vottað loftslagsverkefni, skal vera farvegur fyrir ábendingar og fyrirspurnir frá hagsmunaaðilum og almenningi allan verkefnatímann.