Yggdrasill Carbon —— 18.01.2023
Smá stöðuuppfærsla á því hvernig gekk í framkvæmdum hjá Yggdrasill Carbon þetta fyrsta framkvæmdaár.
Við byrjuðum á að taka grunnmælingar á svæðunum með aðstoð Svarmi. Mælingar eru framkvæmdar með drónum sem skanna svæðin og búa til svokallaðan stafrænan tvíbura (e. Digital Twin) af svæðunum eins og það var áður en við hófumst handa. Stafrænn tvíburi er mikilvægur þáttur í að staðfesta grunnmynd (e. baseline) verkefna.
Við gróðursettum um 550.000 plöntur og undirbjuggum fyrir um 200.000 plöntur til viðbótar. Sá undirbúningur heldur áfram þar til vetur tekur yfir.
Verkefnin okkar eru í gangi á fjórum mismunandi jörðum og erum við að fara með verkefnin í gegnum tvo mismunandi staðla, Skógarkolefni og Gold Standard. Vottunarferlið er strangt, tímafrekt og lærdómsríkt.
Ráðgert er að framkvæmdir okkar á fyrsta framkvæmdaári bindi um 100.000 tonn af CO2 úr andrúmsloftinu á næstu 50 árum.
Auk þess mælum við ýmis jákvæð áhrif verkefna á heimsmarkmið SÞ.
Að verkefnunum okkar í sumar komu til að mynda um 30 manns sem að jafngilda 10-12 ársverkum og af þessu erum við stolt.
Við höldum uppbyggingunni áfram og undirbúningur fyrir næstu ár eru í fullum gangi.
Þá hvetjum við áhugasama landeigendur sem og aðra að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðuna.