Norðursigling á Húsavík kaupir vottaðar einingar í bið

—— 24.08.2023

Hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigling á Húsavík hefur fest kaup á vottuðum kolefniseiningum í bið frá Yggdrasil Carbon. Þær einingar munu raungerast í skógi YGG á Arnaldsstöðum á Fljótsdalshéraði á næstu 50 árum og er þá hægt að nýta þær á móti losun fyrirtækisins. Norðursigling er margverðlaunað fyrirtæki fyrir frumkvöðlastarf sitt í umhverfisvænni ferðaþjónustu og er t.d. eina fyrirtæki landsins sem býður upp á hvalaskoðun á rafmagnsbát sem gengur eingöngu fyrir grænu (íslensku) rafmagni. Við fögnum framsýnni hugsun Norðursiglingar í loftslagsmálum og hlökkum til samstarfsins.

Mynd: Norðursigling https://www.northsailing.is/