—— 12.04.2023
Í byrjun mars síðastliðinn hóf Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir störf hjá YGG. Ríkey var hjá YGG nokkra mánuði í upphafi árs 2021 þar sem hún vann verkefni sem hluta af meistaranámi í Verkefnastjórnun hjá HÍ. Ríkey mun sinna starfi verkefnastjóra framkvæmda og gæðamála hjá fyrirtækinu enda sniðin í það hlutverk með brennandi áhuga og metnað fyrir ferlavinnu og verkefnastjórn. Við erum afar þakklát að fá Ríkey Ástu aftur í hópinn !