—— 07.07.2023
YGG og Svarmi hafa frá upphafi verið í samstarfi við stafrænt mat náttúrulegra verðmæta við undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni loftslagsverkefna. Samstarfið felur í sér að YGG nýtir gagnasöfnunar- og greiningarlausn Svarma til þess að bæta gæði og aðgengi mælinga og hefur aðgang að gagnagrunninum Datact þar sem haldið er utan um öll verkefni. Gæði upplýsinga um raunáhrif verkefna skiptir höfuðmáli fyrir árangur loftslagsaðgerða og er áhersluþáttur númer eitt í starfsemi YGG.
Á síðasta ári fékk YGG í samstarfi við Svarma styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís að þróa enn betri greiningarlausnir. Þannig getur kortlagning á jörðu niðri og fjargögn í sameiningu skilað af sér mun betri upplýsingum um aðstæður á hverju verkefnasvæði og hægt að meta með nákvæmari hætti hvaða landnýting hentar á hverjum stað, t.d. með tilliti til kolefnisbindingar eða minnkun losunar, líffræðilegs fjölbreytileika og vaxtarmöguleika tegunda. Styrkurinn er til tveggja ára og eru prófanir og kortlagning komin á fullt hjá Svarma.