—— 14.09.2023
YGG er nú stoltur aðili að Festu og slæst hér með í hóp um 200 fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til þróunar samfélagsins á sjálfbæran hátt. Markmið Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Félagið vinnur að því markmiði með fjöl¬breyttri starf¬semi, svo sem upplýsingagjöf á vefsíðu félagsins, ráðstefnu- og fundarhaldi, virkum samskiptum við aðildarfélög og þátttöku í opinberri umræðu.
Síðustu ár hefur Festa sett loftslagsmál í forgang í verkefnum sínum. Með aðild að Festu mun YGG tengja sig enn betur við leiðandi aðila hérlendis á því sviði til að tryggja áframhaldandi lærdóm, gæði og fagmennsku í sinni starfsemi og um leið taka virkari þátt í umræðu um sjálfbærni og loftslagsmál.