—— 26.10.2023
Í gær var fimmta fagstaðlaráð innan Íslenskra staðla, stofnað en það er fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum.
YGG eru stofnaðilar að ráðinu og leggja þar með sitt af mörkum til þess að ná meiri og betri árangri á sviði umhverfismála í víðum skilningi. Eitt af fyrstu verkefnum ráðsins verður að uppfæra tækniforskrift um kolefnisjöfnun sem var gefin út á árinu 2022 en það eru leiðbeiningar til fyrirtækja sem vilja kolefnisjafna sig og fyrirtækja eins og YGG sem vilja gefa út vottaðar kolefniseiningar. Tækniforskriftin er alþjóðlega viðurkennt verkfæri sem mun hjálpa aðilum að uppfylla kröfur þegar kemur að kolefnisjöfnun.
YGG er spennt að fá að taka þátt í verkefnum innan fagstaðlaráðs umhverfis- og loftslagsmála og óskar um leið Íslenskum stöðlum til hamingju með áfangann.