Hvanná

Hvanná - Nýskógrækt

Lýsing á verkefni

ID: FCC055

Nýskógrækt

Á Hvanná í Jökuldal voru gróðursettar um 100 þúsund plöntur sumarið 2022, greni fura og ösp. Gróðurfar einkenndist af rýrum melum og varð fura því fyrir valinu að stærstum hluta þar sem hún hentar vel í þá landgerð. Ösp og greni var svo plantað í tún og í önnur frjósamari svæði. Vegna þess hve rýrt svæðið er, verður sérstaklega áhugavert að fylgjast með hvernig jarðvegur mun byggjast upp þegar fram líða stundir, bæði hvað varðar lífríki og kolefnisforða.

Staðreyndir

Áætluð kolefnisbinding
19.694
Staðall
Skógarkolefni
Vottunaraðili
iCert

Auka upplýsingar

Senda inn ábendingu

Í tengslum við hvert vottað loftslagsverkefni, skal vera farvegur fyrir ábendingar og fyrirspurnir frá hagsmunaaðilum og almenningi allan verkefnatímann.

Myndband af svæðinu - Hvanná

Loftmyndir frá Hvanná

Myndband af Hvanná sem Svarmi tók upp fyrir okkur

Framlag til heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna

Líf á landi

Líf á landi

Aðgerðir í loftslagsmálum

Aðgerðir í loftslagsmálum

Góð atvinna og hagvöxtur

Góð atvinna og hagvöxtur

Vottaðar kolefniseiningar í bið

Kolefniseiningar sem gefnar eru út fyrir áætlað magn af kolefnisbindingu á líftíma verkefnisins að hluta eða öllu leyti. Kolefniseiningar í bið verða að virkum kolefniseiningum þegar mælingar og staðfesting hefur átt sér stað. Þá er hægt að nota kolefniseininguna gegn losun. Ekki er heimilt að nota kolefniseiningar í bið gegn losun.

Virk vottuð kolefniseining

Raunveruleg, mælanleg, varanleg, aukaleg, staðfest og einstök framseljanleg vara sem skráð er í miðlægri skrá sem samsvarar einu bundnu tonni af CO2 ígildi. Sem hefur verið sannreynt að sé raunveruleg og hægt sé að nota gegn losun stofnana og fyrirtækja.