ID: FCC
Á Ljárskógum í Dölunum verða gróðursettar um 265 þúsund plöntur sumarið 2023, greni, fura, ösp og lerki. Svæðið er í dag skóglaust og einkennist af mosa og lynggrónum melum. Syðri hluti svæðisins er frjósamari þar sem er að finna votlendi og graslendi. Það sést á innrauðum loftmyndum að rýr og gróðursnauð svæði einkenna líka skógræktarsvæðið en það hefur verið nýtt sem hrosshagi lengi og er því frekar illa farið að mati landeiganda.
Í tengslum við hvert vottað loftslagsverkefni, skal vera farvegur fyrir ábendingar og fyrirspurnir frá hagsmunaaðilum og almenningi allan verkefnatímann.
Kolefniseiningar sem gefnar eru út fyrir áætlað magn af kolefnisbindingu á líftíma verkefnisins að hluta eða öllu leyti. Kolefniseiningar í bið verða að virkum kolefniseiningum þegar mælingar og staðfesting hefur átt sér stað. Þá er hægt að nota kolefniseininguna gegn losun. Ekki er heimilt að nota kolefniseiningar í bið gegn losun.
Raunveruleg, mælanleg, varanleg, aukaleg, staðfest og einstök framseljanleg vara sem skráð er í miðlægri skrá sem samsvarar einu bundnu tonni af CO2 ígildi. Sem hefur verið sannreynt að sé raunveruleg og hægt sé að nota gegn losun stofnana og fyrirtækja.