ID: GS11654
Á Mýrum í Skriðdal voru gróðursettar rúmlega 130 þúsund plöntur sumarið 2022, greni fura og ösp. Gróðurfar einkenndist af nokkuð rofnu mólendi en þó með gróskumeiri svæðum inn á milli. Töluvert mæðir á svæðinu í vindasömum hlíðum Hallormsstaðaháls og jarðvegur víða opinn fyrir frekara rofi, ekki síst vatnsrofi á brattasta hluta svæðisins. Á næstu árum munum við fylgjast með skóginum græða upp landið, hindra frekara jarðvegsrof og vonandi bæta í líffjölbreytnina á svæðinu. Mýrar í Skriðdal er hluti af Gold Standard verkefninu Arctic Afforestation in East Iceland og er núna í vottunarferli.
Í tengslum við hvert vottað loftslagsverkefni, skal vera farvegur fyrir ábendingar og fyrirspurnir frá hagsmunaaðilum og almenningi allan verkefnatímann.
Loftmyndir af Mýrum
Myndband af Mýrum sem Svarmi tók upp fyrir okkur
Kolefniseiningar sem gefnar eru út fyrir áætlað magn af kolefnisbindingu á líftíma verkefnisins að hluta eða öllu leyti. Kolefniseiningar í bið verða að virkum kolefniseiningum þegar mælingar og staðfesting hefur átt sér stað. Þá er hægt að nota kolefniseininguna gegn losun. Ekki er heimilt að nota kolefniseiningar í bið gegn losun.
Raunveruleg, mælanleg, varanleg, aukaleg, staðfest og einstök framseljanleg vara sem skráð er í miðlægri skrá sem samsvarar einu bundnu tonni af CO2 ígildi. Sem hefur verið sannreynt að sé raunveruleg og hægt sé að nota gegn losun stofnana og fyrirtækja.